Góðgerðarmál

 

BeNorom

 

Norom er að varðveita það ,,góða“ í okkur og láta alltaf eitthvað af hendi rakna til þess að styðja við góðgerðarmál. Fyrir þá sem ekki vita er þýðingin á orðinu ,,Norom“ að vera góður, kærleiksríkur og ,,nice“ við náungann. Eða með öðrum orðum andstæðan við enska orðið ,,Moron“, sem er einmitt Norom lesið öfugt, svo sem þegar þú tekur selfie eða stendur fyrir framan spegil. Með heitinu Norom hvetjum við fólk til þess að líta í spegil og skilgreina sig sem góðar manneskjur sem elska náungann en ekki ,,Moron“. Heitið á þannig að skapa jákvæð hughrif hjá fólki og minna það á að hafa kærleikann að leiðarljósi. Í anda þessa, og til þess að standa undir nafni sem Norom, munum við leggja áherlsu á að styrkja góðgerðarmál sem berjast gegn einelti og “bullying” nær og fjær.
Vertu Norom og berjumst gegn einelti <3